Eftir að hafa séð Ruud van Nistelrooy sýna töfra sína á fótboltavellinum síðustu ár verð ég bara að viðurkenna eitt: markaskorari er hann mikill en ekki heilsteyptur knattspyrnumaður, langt því frá. Frábær vítabani, klárar flest færin sín en hæfileikar hans eru því miður takmarkaðir við það. Um 95% marka hans eru víti eða línupot og er hann einfaldlega leiðinlegur leikmaður. Einnig fara í taugarnar mínar svona leikmenn sem breytast í postulínsdúkkur strax og komið er inn fyrir vítateig, og með vítateiginn á Old Trafford og flautið sem heyrist strax og einhver lendir í grasinu þar, þá er þessu erfitt að verjast.

Ef að þið haldið að þetta sé bara eintóm Manchester-hötun þá á hún eftir að koma, þetta að ofan var byggt á óhludrægum skoðunum, það sem kemur núna er það ekki: Hann er líka bara svo djöfull ljótur, hver skiptir hárinu svona í miðju og af hverju? AF HVERJU? Meira að segja Dilbert er hneikslaður.