Nú er uppi könnun um það hvort WBA eigi séns í deildinni. Ég geri mér fulla grein fyrir því að svo er ekki en þrátt fyrir það finnst mér WBA eiga fullt hrós skilið. Þeir komust óvænt uppí úrvalsdeildina á síðustu leiktíð og ákváðu að hafa svo gott sem sama hóp manna í gegnum árið, hvort það sé heimskulegt eða raunsætt má hugsanlega deila um en í ljósi þess að mörg lið hafa gert svipaða hluti steypt sér í skuldir og síðan fallið þá held ég að sú ákvörðun WBA hafi verið hárrétt! Nú er hópurinn reynslunni ríkari, félagið er búið að fara í peningaferð uppí úrvalsdeild (Sjónvarpsrétturinn sko!) og á góðan séns á að byggja liðið enn frekar upp og ná ágætis árangri á næstu árum í fyrstu deild (og jafnvel úrvalsdeild líka). Ég er þess vegna ósammála því að WBA sökki þó þeir eigi ekki séns á að halda sæti sínu í deildinni…davs