Jæja, þá fer þessi senn að enda og ég velti sífellt fyrir mér hvað Aston Villa mun enda, seinustu 2 leikir hjá þeim hafa verið fínir, 2-2 gegn Southampton (klaufar að vinna ekki eftir að hafað komist í 2-0) og 1-1 gegn Arsenal á Villa Park.
Það sem ég hef hvað mest tekið eftir á þessu tímabili er hvað fólk er mikið að gagnrýna leikskipulag Aston Villa, að það sé of agað og leiðinlegt. Hvað er að fólki? Er ekki skárra að leika agað og hafa allt skipulagt en að stjórinn stilli bara upp liðinu og segir því bara að spila? Ég myndi halda það.
Ég vil bara benda fólki á að það má alveg hafa sína skoðun um þetta en að mínu mati má ekki fara yfir strikið.
En jæja, það er West Ham næstu helgi á útivelli, vona bara að það fari vel.