Chelsea tapaði í gær fyrir englandsmeisturum Arsenal 3-1 í aukaleik 8liða úrslita í F.A. Cup, en fyrri leiknum hafði lokið með jafntefli 2-2. Chelsea byrjaði mun betur og voru miklu betri. Arsenal komst hins vegar í 1-0 þegar John Terry varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark, Wiltord bætti svo við öðru marki, en sókn Chelsea hélt hins vegar áfram, þess má geta að þótt að Arsenal væri 2-0 yfir þá áttu þeir aðeins eitt skot í fyrrihálfleik og það var svo sannarlega ekki hægt að segja að þeir væru betra liðið. Á 66.mínútu var Cygan svo rekin út af eftir að hafa fengið 2 gul spjöld og stuttu seinna skoraði John Terry, nú í rétt mark. Aðeins 4 mínútum seinna skoraði svo Kamerúninn Lauren fyrir Arsenal og gerði nánast út um allar vonir Chelsea um að jafna. Ég var mest svekktur ú í línuvörðinn þegar hann dæmdi mark Eiðs Smára af vegna rangstöðu, en í endursýningunni sást að hann var alls ekki rangstæður og gat línuvörðurinn meira að segja notfært sér vítateigs línuna til þess að sjá það rétta. Annars þegar yfir heildina er litið þá var þetta frekar skemmtilegur leikur, samt svolítið grófur á köflum en leikir milli tveggja Lundúnaliða virðast oftast verða svolítið grófir en þannig er þetta nú bara :)

Þannig er nú það, mínir menn dottnir út úr bikarkeppninni, en margir héldu því fram að liðið sem ynni þessa rimmu yrðu öryggir sigurvegarar F.A. Cup svo að ég bíst við að Arsenal eigi eftir að vinna Southampton 3-0 í úrslitaleiknum.