Jæja…núna er botninn dottinn undan þessu liverpool liði. Ég er sjálfur die-hard liverpoolaðdáandi en mig minnir að ég hafi séð einn fyrsta ensku mörkin þáttinn sem er alltaf á stöð 2 á mánudögum og þá sagði Danny murphy að “nú væri tíminn kominn til að vinna deildina” og “við höfum enga afsökun núna”. Nú eru þeir dottnir útúr Evrópukeppni félagsliða (UEFA) eftir að Celtic unnu þá 2-0 á Andfield og þeir eru í 6. sæti í deildinni og verða núna að BERJAST fyrir sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Þeir unnu að vísu deildarbikarinn (var það ekki deildabikarinn alveg örugglega…ég ruglast alltaf!) en sorry það er bara ekki nógu fo***** gott. Ég verð bara að segja að sem liverpool aðdáandi þá skammast ég mín eiginlega fyrir að halda með liði sem hefur lítinn vilja til að ná eitthvað langt og þetta segji ég í ljósi þess hvernig okkar mönnum hefur gengið í núverandi leiktíð. Ég varð bara að segja eitthvað hérna útaf því að þetta er bara orðin of mikil vonbrigði fyrir mig…..ég veit að það eru margir sem halda ekki með liverpool sem lesa þetta en ég mundi mjög gjarnan fá að heyra frá öðrum liverpoolurum.