Ég var nú að horfa á þennann leik, og ég varð hissa á hvað dómarinn dæmdi leikinn hræðilega. Það hefði mátt halda að hann hafi verið með vatn á milli eyrnanna. Þetta var fáránlegt, og að hann skuli ekki sjá svona augljósan leikaraskap eins og leikmenn Inter sýndu allann leikinn. Þetta var með öllu móti fáránleg dómgæsla, en ég er samt ánægður með Newcastle menn í þessum leik. Þeir hefðu unnið þetta hefði ekki verið fyrir þessa hörmulegu dómgæslu. Shearer með 2 mörk, enda stakur snillingur þar á ferð. Svo ég minnist ekki á gula spjaldið sem hann fékk, það var nú alveg til þess að kóróna frammistöðu dómarans. Shearer gat nú ekki annað gert en að hlæja að þessu öllu saman, svo fáránlegt var þetta. Og hann Höddi bolla, ég gersamlega þoli hann ekki. Hann virðist hata Newcastle. En það er annað mál…

Engu að síður hraður og stórskemmtilegur leikur, en spilamennska Inter fannst mér eyðileggja skemmtanagildi leiksins dálítið.