Yndislegt að sjá United verða af titli í dag og ekki verra að Arsenal skyldi ná 8-stiga forskoti í deildinni. Maður bíður bara og vonar að þetta sé annað tímabilið í röð án titils hjá United. Ég vona að þeir dragist á móti Real Madrid í meistardeildinni, en það væri reyndar mjög gaman að sjá þá tapa úrslitaleiknum á heimavelli!
En maður vill auðvitað ekki þurfa að hlusta á eitthvað væl um að dómarinn hafi rænt þá titlinum, eða hvað sem þeim dytti nú í hug sem afsökun, svo best væri að þeir yrðu afgreiddir strax í næstu umferð.
Hvað sem verður þá lifir maður eitthvað á þessum sigri Liverpool. Vona samt sem áður að maður þurfi ekki að horfa uppá United-menn lyfta bikar framar, en það er kannski til of mikils að ætlast. Maður verður bara að taka þetta svona eitt ár í einu og þakka fyrir hvert vor sem rennur upp án þess að United vinni titil. Það má kalla að sumarið byrji snemma þegar það gengur eftir!

Takk Liverpool og til hamingju allir Liverpool-aðdáendur!