Ok mig langar að tala um ákveðna íþróttafréttamenn sem vinna á Stöð Tvö og Sýn. Þessir ágætu herramenn er nú alveg ágætir útaf fyrir sig, nema þegar þeir eru að lýsa leik með ManUtd. Nú vita það náttúrulega flestir að ManUtd er eitt besta lið á Englandi en hins vegar er það hlutverk íþróttafréttamannanna að vera hlutlausir og eiga nú helst ekki að láta í ljós hvaða liði þeir halda með.
Þetta er ekki tilvellið með Gaupa og Loga Ólafsson og verður maður nú bara oft hneikslaður á því að horfa á leik með ManUtd sem þeir tveir lýsa. Þeir eru svo hlutdrægir að það er með eindæmum. Allt er svo frábært sem Manchester gerir og hinir geta ekki neitt, enda ekki skrítið að þeirra mati þar sem ManUtd eru svo lang bestir. Og ef það er brotið á leikmanni ManUtd og ekkert dæmt heyrir maður Loga öskra: HEI!!!
Hvað er í gangi? Þessir menn eiga ekki að fá að lýsa leik með þessu liði. Ég meina, öðrum íþróttafréttamönnum tekst að vera hlutlausir þó svo að þeir séu að lýsa leik með sínu liðið. Ok, þetta er bara mín tillaga en mér finnst að þeir eigi ekki að fá að lýsa leikjum ManUtd! Er ég að ímynda mér þetta eða eru fleiri sömu skoðuna?