Rótin að þessari lægð er Jerzy Dudek segja margir en ég held að það sé ekki rétt. Þeir eru bara ekki með nógu sterkt lið. Þá vantar betri leikmenn og meiri breidd. Sum kaup og sölur sem Houllier hefur gert hafa oft verið útí bláinn. Þegar hann seldi t.d. Sander Westerveld eftir ein mistök og kaupin á Bruno Cheyrou geta varla talist góð, hann hefur ekki sýnt mikið en hann gæti auðvitað bara verið svona lengi að aðlagast enska boltanum. Houllier hefur að sjálfsögðu líka gert kjarakaup t.d. Sami Hyypia og Stephan Henchoz, sem eru núna í dag eitt besta miðvarðarparið í deildinni.

Michael Owen hefur verið í súper lægð, hann klúðrar hverju dauðafærinu á fætur öðru. Síðan skil ég ekki af hverju Houllier notar Milan Baros ekki meir, hann hefur sýnt frábæra takta þegar hann fær að spila. Fóðu fréttirnar fyrir Liverpool eru þær að Dietmar Hammann er nýstíginn upp úr meiðslum og því gæti þessi lægð verið úr sögunni.