Sören Hermansen danskur knattspyrnumaður er genginn til liðs við Þróttara í Reykjavík og leikur með þeim í úrvalsdeildinni í sumar.Hermansen er 32 ára sóknamaður sem hefur leikið í hálft þriðja tímabil með Mechelen í Belgíu en hætti um áramótin þar sem félagið er gjaldþrota.
Okkur líst mjög vel á þennan leikmann og teljum að hann muni styrkja okkur verulega.Hann er mjög reyndur og hefur alls staðar skorað mikið af mörkum,sagði Kristinn Einarsson formaður knattspyrnudeildar Þróttar.
Hermansen kom til Mechelen síðla árs 2000 og hefur síðan leikið með liðinu í tveimur efstu deildunum í Belgíu.Þar gerði hann 7 mörk í í 26 deildarleikjum.Síðasti leikur hans með Mechelen var gegn Gent í 1.deildinni 9.desember en nokkrum dögum áður skoraði hann skoraði hann 4 mörk í varaliðsleik sömu félaga.Ferill Hermansens í Dannmörku er glæsilegur.Upphaflega vildi Árósaliðið AGF ekki bjóða honum samning en í staðinn fór hann til grannliðsins Århus Fremad og tók þátt í mikilli velgengi þess á árunum 1995-1998.Liðið fór þá úr 2 deild í úrvaldsdeild á tveimur árum og hélt sér þar.Hermansen var markakóngur bæði 2. og 1.deildar með samtals 48 mörk á tveimur árum og tímabilið 1997-1998 varð hann næstmarkahæstur leimaður úrvalsdeildarinnar með 19 mörk næstur á eftir Ebbe Sand danska liðsmanninum hjá Bröndby.Mörk Hermansens héldu Århus Fremad í deildinni það árið.
Hermansen fór til Lyngby sumarið 1998 og lék þar í tvö ár og varð markahæsti leikmaður liðsins bæði árin,skoraði samtals 27 mörk í 53 úrvalsdeildarleikjum fyrir félagið.Fyrra árið var hann fjórði markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar.
Takk fyrir mig
kristinn18