Sir Bobby Robson greindi frá því að Newcastle hafa komist að munnlegu samkomulagi við Leeds um kaupin á hinum stórgóða Jonathan Woodgate en það er ekki allt því áður en þeir ganga frá þeim kaupum ætla þeir að tryggja sér Brasilíska miðjumannin Kleberson sem sló svo eftirminnilega í gegn á HM nú í sumar.
Það skemmtilega við þetta allt saman er svo það að Leedsarar hefðu hugsað sér að nota hluta af Woodgate peningunum til að kaupa Kleberson.
Þessir tveir menn munu kosta Newcastle um 15 milljórir punda og munu án efa styrkja liðið í baráttuni um enska titilinn.

Illa farið með Leeds ef þetta gengur eftir, en sem stuðningsmaður Newcastle þá græt ég þetta nú ekki.