Samkvæmt nýjustu fréttum á manutd.is er talið líklegt að Brasilíumaðurinn Ronaldinho yfirgefi herbúðir Paris Saint-Germain þegar opnað verður fyrir leikmannaviðskipti í næsta mánuði. Samband hans og þjálfara liðsins, Luis Fernandez, hefur alla tíð verið fremur stirt og nú í vikunni lýsti Parísarliðið því yfir að hann myndi stýra liðinu út leiktíðina.
Að auki á félagið í talsverðum fjárhagsörðugleikum og 20 milljónir fyrir framherjann myndu styrkja fjárhaginn töluvert.

Ítalska félagið Inter Milan er sagt hafa áhuga á þjónsutu hans, en tilboð þaðan til Ronaldinho fyrir tveimur árum gekk ekki upp. Þeir hafa áhuga á að styrkja framlínuna í ljósi meiðsla Christian Vieri, Hernan Crespo, Mohamed Kallon og Nicola Ventola.
Alvaro Recoba gæti farið til Parísarliðsins í staðinn.

Juventus vilja einnig styrkja sína sókn, en Frakkinn David Trezeguet hefur átt í hnémeiðslum og Marco Di Vaio hefur ekki staðið fyllilega undir væntingum frá því að hann var keyptur frá Parma nú í sumar. Juve menn gætu boðið annað hvort Marcelo Salas eða úrúgvæska framherjann Marcelo Zalayeta í skiptum.

Þá er einnig rætt um skipti við AC Milan á John Dahl Tomasson og Ronaldinho.

Það er hins vegar talið að það sé helst Manchester United sem geti keppt við Inter og Juventus um Ronaldinho og jafnvel hefur því verið fleygt að Diego Forlan verði látinn fara til þess að fá pening fyrir Brasilíumanninum.

GizmoZ