Í gær tapaði Chelsea þriðja leiknum á þessu tímabili eftir að hafa verið ósigraðir í síðustu 12 leikjum, en síðast töðuðu þeir í byrjun október. Leikurinn byrjaði illa fyrir Chelsea en Woodgate og Milner skoruðu fyrir Leeds í fyrri hálfleik en Ranieri stillti ekki upp réttu liði og þegar hann tók Grönkjær og Ferrer útaf fyrir Hasselbaink og De Lucas breyttist leikurinn heldur betur og átti De Lucas fljótlega dauðafæri eftir skalla frá Eiði Smára, en honum tókst á óskiljanlegan að klúðra því Hasselbaink og Eiður Smári fengu sinn skammt af dauðafærum en allt kom fyrir ekkert og Chelsea náðu ekki að skora. Barber dómari átti ekki góðan leik ( að mínu mati). Gaubi skemmti sér hins vegar konunglega yfir þessu því að eins og allir vita þá er hann dyggur stuðnings maður Man. Utd. og ekkert var betra fyrir þá en ef Chelsea myndi nú tapa þá gætu þeir komist upp að hlið þeirra sem þeir og gerðu, en eru mep mikið lakari markatölu. Í dag getur Arsenal svo aukið forustu sína á Chelsea og Manchester United úr fjórum stigum í sjö stig ef þeir vinna Liverpool, sem hefur ekki verið að ganga vel nú í síðustu leikjum.