Milan Baros er 20 ára gamall sóknarmaður hann kom til Liverpool í fyrra en það munaði litlu að hann fengi ekki atvinnuleyfi nema hann væri búinn að spila fleiri landsleiki en Milan Baros er frá Tékklandi. Milan Baros hóf feril sinn hjá Banik Ostrava í Tékklandi en var síðan seldur til Liverpool. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í undaförum leikjum en ég skil ekki Gerard Houllier að hafa ekki þennan snilling í staðinn fyrir Emile Heskey. Milan Baros er búinn að skora 7 mörk í 11 landsleikjum og samtals 23 mörk í 77 leikjum. Baros var keyptur á 3.200.000 pund en fyrsti landsleikurinn hans var gegn Belgíu 25.apríl 2001 og fyrsti leikurinn með Liverpool var gegn Barcelona 13.mars 2000. Milan Baros er mjög efnilegur leikmaður og Gerard Houllier gerði þarna mjög góð kaup á þessum frábæra knattspyrnumanni.