Leedsarar gerðu í kvöld það sem þeir hafa ekki gert frá 10. Nóv er þeir unnu Bolton í kvöld 3-0. Mörk Leeds í leiknum skoruðu þeir Mills, Fowler og Wilcox. Þetta hlýtur að teljast fréttnæmt en spilamennskan á Elland Road hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er leiktíðinni. Mikil óvissa er innan klúbbsins um framtíð fjölda leikmanna, vegna slæms fjárhags, en ættu þau mál óðum að fara að skýrast. Meðan þessi óvissa ríkir er ekki víst að allir leikmenn leiki með hjartanu eða hvað?