Jermaine Pennant, táningurinn efnilegi, fór stuttu fyrir helgi í þriggja mánaða lán til Watford. Watford er í toppbaráttu 1. deildar en bráðvantar framherja þessa stundina, Pennant er ætlað að leysa þau vandræði þó að hann spili reyndar oftast sem kantmaður. Hann var í framlínunni ásamt Heiðari Helgusyni gegn Ipswich á sunnudaginn en þeir voru ekki á skotskónum og tapaðist leikurinn 2-0. Pennant var í láni hjá Watford í byrjun árs og þótti standa sig vel, skoraði m.a. tvö mörk í þeim 9 leikjum sem hann spilaði, bæði stórglæsileg.