Dómarinn Mike Riley hefur snúið við úrskurðu sínum um rautt spjald á hendur Simon Davis, miðvallarleikmanni Tottenham. Davis fékk tvö gul spjöl snemma í 0-3 tapleik Tottenham gegn Arsenal um helgina og var rekinn af leikvelli eftir tæplega hálftíma leik. Við skoðun atviksins á myndbandi komst dómarinn að þeirri niðurstöðu að annað gula spjaldið hafi ekki verið réttmætt, en það var veitt fyrir brot á Ashley Cole. Dómarinn sannfærðist síðar um að Davis hefði ekki brotið á Cole eftir allt saman og því stæði aðeins annað gula spjaldið.
Þessi niðurstaða hefur samt í för með sér að Davis fer í eins leiks mann fyrir fimm gul spjöld, en fyrra spjaldið í leiknum var fimmta gula spjaldið hans í röð.
halltu kjafti ! :D