í dag kepptu Liverpool og Sunderland, en því miður voru engin mörk skoruð. Liverpool menn áttu 22 færi og mér þótti það mjög skrítið að strumpurinn (Owen) skoraði ekki. Sunderland voru ekki heldur að gera góða hluti og sýndu engann metnað í að vinna leikinn. Þeir reyndu bara að halda jafnteflinu, markmaður þeirra Jurgen Macho varði eins og ófreskja. Það verður að segjast að þetta Sunderland lið er væntanlega það leiðinlegasta sem sést hefur frá upphafi á Englandi. Andorra spilar skemmtilegri bolta og það er ljóst að það ætti að banna Howard Wilkinson frá knattspyrnu því það þarf að koma í veg fyrir svona vipbjóð í framtíðinni, það er lágmark að reyna að spila knattspyrnu og lið eiga að hafa metnað til að reyna hvern leik sem þau fara í.