Newcastle United vann Feyenoord í Rotterdam í hreint mögnuðum leik, 2:3. Þökk sé hinum stórskemmtilega Welshmanni Craig bellamy náði Newcastle að knýgja fram sigur á síðustu mínutum leiksinns, en hann skoraði líka fyrsta mark liðsinns. Portúgalska undrabarnið Hugo Viana gerði einnig rækilega vart við sig með því að skora eitt mark.
Það ótrúlega við þetta allt saman er að Newcastle tapaði fyrstu þremur leikjunum og er ég viss um að ég var ekki eini Newcastleaðdándinn sem að var viss um að þetta væri búið fyrir mína menn. En þökk ótrúlegrar baráttugleði Sir. Bobby Robson og lærisveina hans tókst okkur að vinna seinni þrjá leikina og tryggja okkur sæti í seinni riðlum keppninar auk þess að fá 10 millj. sterlingspunda í vasann.
En hvað á að gera við peninginn. Eins og sést hefur í síðustu leikjum liðsinns þá er veiki punkturinn í liðinu vörnin. Þetta veit Bobby Robson og þess vegna keypti hann Titus Bramble í sumar. En hann skortit reynslu og sjáfstraust og hefur ekki náð sér almennilega á strik. Sögusagnir herma að Sir. Bobby hafi mikinn áhuga á að fá Gareth Barry til liðsinns og einnig hefur maður heyrt talað um að frakkinn Christanval sé á leið til liðsins frá Barcelona þegar að leikmannamarkaðurinn verður opnaður aftur í byrjun næsta árs. En ég treysti Bobby fullkomlega fyrir þessu og það verður spennandi að sjá hvað hann gerir.