Ég vil byrja því að lýsa yfir ánægju minni yfir því að liverpool er dottið úr Meistaradeildinni… En hér kemur smá copy/paste grein um leikinn, þessvegna setti ég þetta á korkinn

Basel varð í kvöld fyrsta svissneska liðið til að komast í 2. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Liverpool í Zurich í háspennuleik af bestu gerð í B-riðli. Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Basel eftir mörk frá Julio Hernán Rossi, Christian Giménez og Thimothée Atouba en mörkin komu öll á fyrstu 28 mínútum leiksins.

Dæmið snerist algerlega við í síðari hálfleik en þá hrökk Liverpool þotan í gang. Liverpool sem þurfti að sigra leikinn til að komast áfram í keppninni náðu að jafna leikinn í 3-3 á 85. mínútu með marki frá Owen sem tók frákastið eftir að markvörðu Basel varði víti hans. Svisslendingarnir stóðust pressuna síðustu 9 mínútur leiksins að viðbótartíma meðtöldum og ljóst að Liverpool hefur lokið keppni í Meistaradeildinni og getur nú farið að einbeita sér að UEFA Cup en það var uppskera liðsins eftir allt saman.