Klikkaðir varnartilburðir - brasilískir og enskir Lið sem vilja styrkja vörnina ættu að líta til Brasilíu.
Framherji Botafogo, hann Fabio negldi þessu svaka skoti þrem mínútum fyrir leikslok, á móti Gremio, sem var á leið í markið þegar fljúgandi bíbí varð fyrir skotinu og boltinn fór framhjá (þessi bíbí heitir lapwing á ensku og Vanellus ranellus á latínu og er stór og mikill og skrækir hátt).
Fabío var eyðilagður maður og sagði: “ef helvítis fuglinn hefði ekki verið að þvælast þarna hefði ég skorað sigurmarkið”. Þess má geta að leikurinn endaði 1-1 en fuglinn steinlá í grasinu, rúllaði nokkra hringi og flaug svo upp í loftið á ný. Sennilega á einhvern annan leik!

Hérna í sportinu í The Sunday Times er mynd af Stoke City liðinu sem vann deildarbikarinn, 1972. Þetta næstelsta lið Englands vann Chelsea í úrslitaleiknum.
Þetta er snilldarhópmynd, og nokkrar merkilegar staðreyndir á bak við þessa kalla.

Þið bara verðið að lesa - allavega - um no.13, Denis Smith.

1. Gordon Banks: Talinn einn besti markvörður heims á sínum tíma. Vann Heimsmeistaratitil með Englandi 1966, spilaði þá með Leicester en var keyptur til Stoke ári seinna á 52.000 pund.
Hann spilaði 73 landsleiki en missti sjónina á hægra auga í bílslysi þarna um haustið 1972. Hann þjálfaði síðar hjá Stoke og Port Vale en er nú forseti Stoke City.
2. Mike Bernard. Fyrsti Stókarinn til að fá rautt spjald – ever – árið 1970. Keyptur til Everton eftir þennan leik.
3.Alan Bloor. Spilaði 470 leiki fyrir liðið á 18 árum og geri aðrir betur.
4. Mike Pejic: Spilaði 336 leiki fyrir Stoke en seldur til Everton og þaðan til Aston Villa og spilaði 4 landsleiki.
5: Jimmy Greenhoff: Keyptur fyrir metfé, 100.000 pund frá Birmingham, 1969. 101 mark í 336 leikjum.
6. Tony Waddington: Framkvæmdastjórinn þáverandi og einn mest virti stjórinn þeirra. Náði frábærum árangri. Hann lést í fyrra.
7. Jackie Marsh: Varnarnagli sem spilaði 65 af 67 leikjum tímabilið 1971-72. Fer á alla leiki í ellinni.
8. John Mahoney: Waleskur landsliðsmaður og seldur til Middlesbrough 1977 er illa áraði hjá Stoke.
9. Terry Conroy: 17 leikir fyrir Írland, spilaði í Hong Kong áður en hann lagði skó á hillu.
10. Peter Dobing: 94 mörk fyrir Stoke. Þar áður hjá Blackburn og Man. City. Fótbrotnaði illa ´72 og hætti.
11. John Ritchie. Stór og stæðilegur framherji og mikill markaskorari. Fótbrotnaði illa ´74 og hætti.
12. George Eastham: íri sem fór til Newcastle og svo Arsenal, keyptur til Stoke 1966. Var knattspyrnustjóri í neðri deildum og býr í S-Afríku.

13. Denis Smith.NAGLI OG NAGLI OG NAGLI.
Brjálaður varnarjaxl sem fótbrotnaði 5 sinnum, nefbrotnaði 4 sinnum og nokkur fleiri bein einnig. Skaddaði í sér mænuna og slasaðist illa í baki. Saumuð yfir 100 spor í hausinn á honum á ferlinum. Er nú stjóri hjá Wrexham.
Brynjar Björn er nú bara leikskólakrakki við hliðina á svona nagla. Maður þarf að skoða hvort Wrexham sé ekki fremur gróft lið – ha!!!!

Svo var á teamtalk núna að Dennis Bergkamp gæti jafnvel fengið 3ja leikja bann fyrir að traðka á Blackburnleikmanninum Nils Erik Johansen um daginn þegar Arsenal tapaði þriðja í röð. Bergkamp var eitthvað fúll og labbaði á Johansen þar sem hann lá kylliflatur. ´Dómarinn sá ekki neitt en þetta náðist allt á video og Dennis í slæmum málum. Þó ekkert ákveðið enn.