Dennis Bergkamp á í hætt að vera dæmdur í 3ja leikja bann ef FA ákveður að kæra hann fyrir að stíga á Nils-Eric Johansson á Laugardaginn. Þetta á víst að sjást mjög vel á myndbandi og nær öruggt að hann verði dæmdur sekur ef málið verður tekið fyrir.
Graham Barber sá ekki atvikið og slapp því Bergkamp við spjald þegar þetta gerðist í leiknum. FA hefur ekki enn fengið skýrslu dómarans og ræðst mikið af því hvað verður gert á henni s.s. ef hann sá atvikið og gerði ekkert þá geta þeir í FA ekkert gert neitt en ef hann sá það EKKI þá getur Bergkamp verið kærður.Bergkamp og Johansson hafa lent saman áður því í fyrra þá virtist Bergkamp gefa Svíanum olbogaskot áður en hann skoraði sigurmarkið í 2-3 sigri Arsenal síðasta Janúar.

Eins og nafnið mitt gefur til kynna þá held ég með Arsenal og reyni eins og ég get að verja þá en núna er mælirinn að verða fullur. Það er ekki bara dómurunum að kenna að við fáum alltaf óendanlega mörg spjöld á hverju tímabili.

Bergkamp hafði einungis fengið eitt guld spjald á sínum ferli þegar hann kom til Arsenal,núna er hann búinn að fá nokkur rauð og hefur verið dæmdur í bann fyrir olbogaskot. Ég veit ekki hvernig Vieira var áður en hann kom til Arsenal en allir kunna hans sögu í dag. Svo missti Henry sig algjörlega í fyrra gegn Newcastle. Svo finnst mér Parlour verða brjálaðari þegar hann er með gult spjald á bakinu í staðinn fyrir að róast. Wenger er ótrúlega góður þjálfari en ekki veit ég hvað hann segir við öll þessi spjöld og bönn (við leikmennina, ekki blaðamenn). Kannski honum sé sama og gerir ekkert í þessu, vill bara að sínir menn berjist allan leikinn eins og ljón hvort sem þeir eru búnir að fá spjöld eða ekki. Það sem mér finnst samt leiðinlegast eru þessi óþarfa bönn sem Arsenal eru að fá, að stíga á menn, hrækja á menn og rífa kjaft við dómarann eftir leik eða brotvísun er bara fásinna. Ég veit að Arsenal menn eiga eftir að ráðast á mig núna og segja að það eru aðrir leikmenn einnig sona en ekki bara við. Það er rétt en mér finnst þetta gersat svo oft hjá Arsenal, auðvitað mega menn verða reiðir, en klikkast eftir hvern tapleik og rífa kjaft eftir hverja brottvísun er of mikið.

P.s. þó að við fáum mörg spjöld þá sé ég sem betur fer ekki þetta óða villimanna svip á andlit Arsenalmanna og maður sér á sumum Leedsurum.