3 tap Arsenal í röð Jæja það ótrúlega hefur gerst ( í þriðja skiptið í röð). Arsenal hafa tapað í þriðja skiptið í röð á einni viku og er þetta annað tap Arsenal í röð á heimavelli en þeir töpuðu í dag á móti Blackburn 1-2 og er þetta 50. leikur sem Arsenal skora í röð.
Hvað gerðist. Er mórallinn bara farinn hjá liðinu. Eða brotnuðu þeir bara algjölega niður efir hið sára tap á móti Everton þar sem Everton menn skoruðu á 90. mínútu. Fyrsta mark leiksins kom á 6 mín þar sem leikmaður Arsenal Edu skoraði sjálfsmark þegar hann reyndi að renna boltanum út af eftir sendingu inní teig en boltinn hafnaði í netinu. En hann Edu náði að bæta fyrir þetta á 45 mín þegar hann náði að jafna metin fyrir Arsenal rétt fyrir leikhlé 1-1. En á 51 mín kom Dwight Yorke Blackburn yfir á ný eftir sendingu frá Egil Ostenstad. Ekki voru skoruð fleiri mörk eftir þetta og máttu þeir Arsenal menn að sætta sig við 3. tap sitt í röð.

Liverpool náðu að nýta sér þetta tap Arsenal manna með því að sigra Tottenham á Anfield með 2 mörkum gegn einu í hörku leik þar sem bæði lið spiluðu frábærlega. Fyrsta mark leiksins skoraði Danny murphy eftir frábært samspil hans og Dietmar Hammans og endaði með frábæru marki. 11 mín síðar svöruðu Tottenham menn fyrir sig með skallamarki frá Dean Richards eftir slakavörn liverpool manna. Ekki voru þeir svo lengi að svara þessu því að 2 mínotum seinna lék Michael Owen á vörn Tottenham manna og var felldur inní teig og fékk vítaspyrnu sem hann tók sjálfur og skoraði 9 mark sitt í vetur og 6 deildar markið.



<a href="http://msn.skysports.com/skysports/home/"> Heimildir <a