Butt í aðgerð.

Nicky Butt mun fara í uppskurð á þriðjudag til þess að laga ökklameiðsli þau sem hafa haldið honum frá keppni seinustu þrjá leiki Manchester United.
Sir Alex Ferguson skýrði frá þessu eftir 1-1 jafntefli United gegn Aston Villa í dag.
“Nicky Butt er á leið í aðgerð á þriðjudagsmorgun.”
“Við reyndum að láta meiðslin jafna sig, en það hafa þau ekki gert. Við sendum hann í rannsókn í gær og eftir það var ljóst að hann þyrfti í uppskurð.”
“Þetta er sjöundi leikmaður okkar sem leggst á skurðarborðið á þessari leiktíð, það er mikið.”
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.