Í viðtali sem tekið var við Gerard Houllier eftir leik þeirra gegn Newcastle sagði hann að það væri enginn séns á að Liverpool næði titli í ár. Hann sagði að ekkert lið gæti unnið titilinn eftir að tapa fimm leikjum í deildinni. Ekkert lið á séns í Manchester United núna og þeir eiga eftir að vinna titilinn aftur. Houllier var auðvita ekki ánægður með sína menn á móti Newcastle. Þar þurfti hann að horfa upp á Fowler klúðra þvílíkum færum að maður hefur sjaldan séð annað eins (þetta sést varla í kvennafótboltanum að svona færi séu ekki nýtt). Liverpool hefði átt að vera með miklu fleiri mörk í leiknum en andstæðingarnir en eins og síðustu leikir hafa verið hjá liðinu þá var þetta svosem alveg eins og það átti að vera. Varnarmistök og klúður. Eini ljósi punkturinn í leiknum var auðvita Heskey sem klikkar ekki á að skora.