Madur vikunnar - 4.hluti Eftir velgengni velska landslidsins ad undaförnu hef ég ákvedid ad madur vikunnar skuli vera hinn gráhærdi landslidsthjálfari theirra, Mark Hughes.

Mark Hughes eda Sparky eins og hann var oft kalladur á leikmannaárum sínum fæddist 1.nóvember 1963 í borginni Wrexham í Wales og mun hann thví brádlega halda upp á 39 ára afmælid sitt.

Hann fór í prufu til Manchester United thega hann var 14 ára og theim leist mjög vel á kappann og budu honum unglingasamning en thegar Hughes vard 17 ára skrifadi hann undir atvinnumannasamning vid United.

26.október 1983 kom Hughes inn á sem varamadur á móti Port Vale í 2-0 sigri í mjólkurbikarnum (já Milk Cup) og var thad hans fyrsti leikur fyrir adallid United en langt frá thví ad verda hans sídasti. Hann var í fyrsta skipti í byrjunarlidinu seinna á thessu sama tímabili á móti Oxford United og thad var einnig í mjólkurbikarnum og hann skoradi í thessum fyrsta leik sínum í byrjunarlidinu en leikurinn fór 1-1. Næstu fjórtan vikurnar kom hann einungis einu sinni inn á sem varamadur en annad skiptid sem honum var skipt inn á var í útileik á móti Barcelona, sem hafdi thá Maradona nokkurn inna sinna vébanda, sem United tapadi 2-0. Frammistada hans í theim leik vard thess valdandi ad hann var í byrjunarlidinu flesta leikina sem eftir voru af tíambilinu en kom einungis inná sem varamadur í leik tímabilsins hjá United thegar their unnu heimaleikinn á móti Barcelona 3-0 og komust í næstu umferd. United var nálægt thví ad komast alla leid í úrslitin í thessari Evrópukeppni bikarhafa en töpudu 3-2 samanlagt fyrir Platini og félögum í Juventus.

Árid 1984 lék Mark Hughes líka sinn fyrsta landsleik fyrir Wales en sá leikur fór fram í Wrexham, heimaborg Hughes, og á móti Englandi. Hughes skoradi sigurmarkid og hefur oft litid á thad sem einn af hápunktunum á ferli sínum. Hughes átti eftir ad leika 71 einn leik til vidbótar og á hann velska metid í landsleikjafjölda.

84/85 tímabilid var mjög gott fyrir Hughes og Manchester United thví ad á thessum tíma var thad ekki vanalegt fyrir United ad vinna titla). United vard bikarmeistari med 1-0 sigri á Everton og Hughes vard markahæsti leikmadurinn theirra med 25 mörk í 55 leikjum og uppskar hann thann heidur ad vera valinn besti ungi leikmadurinn í deildinni.

Næsta tímabil byrjadi mjög vel fyrir United og unnu their fyrstu 10 deildarleikina og fyrstu 13 af 15 og á thví tímabili setti hughes 11 mörk. United tók sídan tilbodi Barcelona upp á 2 milljónir punda í Hughes og var ákvedid ad hann myndi fara til barca eftir tímabilid. Titilvonir United urdu fljótt ad engu og Hughes hætti meira ad segja ad skora en setti samt fjögur mörk í sídustu fjórum leikjunum sem fékk örugglega alla United menn til ad sjá á eftir honum.

Hughes fór til Barcelona fyrir tímabilid 86/87 og fann hann sig aldrei thar, honum fannst pressan vera grídarleg frá áhorfendum og eitthvad vard thess valdandi ad hann skoradi bara 4 mörk í 28 leikjum fyrir spænsku risana. Næsta tímabil á eftir lánudu Barcelona hann til Bayern Munich og lék hann 18 leiki fyrir thá og skoradi 6 mörk.

Sumarid 1988 á einungis sínu ödru ári vid stjórnvölinn hjá Manchester United keypti Alex Ferguson Hughes heim á 1,8 milljónir punda og thrátt fyrir ad United gerdi allt of mörg jafntefli á thessu tímabili til ad eiga nokkurn tíma möguleika á meistaratitlinum var Hughes valinn besti leikmadur deildarinnar. Tímabilid á eftir nádi Hughes ad vinna sinna annan bikarmeistaratitil med United thegar their thurftu aukaleik á móti Crystal Palace sem vannst 1-0 eftir ad fyrri leiknum lauk 3-3 thar sem Hughes setti 2 mörk. Thessi bikarsigur kom United inn í Evrópukeppni bikarlida eftir 5 ára keppnisbann enskra lida í Evrópukeppninni.
Tímabilid 90/91 var e.t.v. tímabilid sem United breyttist úr thví as vera svona rétt fyrir ofan midju lid í thad ad verda eitt stærsta nafnid í enska boltanum. Thad gerdist med sigri theirra á Barcelona 2-1 í úrslitum Evrópukeppni bikarlida og Hughes setti thar bædi mörkin gegn sínum fyrri félögum. Manchester komst einnig í úrslit deildarbikarkeppninnar en tapadi thar fyrir Sheffield Wednesday 1-0. Hughes var í annad sinn á ferlinum kjörinn besti leikmadur deildarinnar. Sjálfstraustid var mikid á næsta tímabili hjá manchester United og voru their efstir eftir 38 umferdi og höfdu bara tapad thremur leikjum. Thegar thessar fjórar umferdir voru eftir (enska efsta deildin var thá stærri en nú) virtist spennan fara alveg med United og töpudu their næstu thremur leikjum og thurftu ad horfa á eftir meistaratitlinum til Eric Cantona og Leeds United.

Thrátt fyrir tvö töp í upphafi tímabilsins 92/93 vaknadi United fljótt aftur til lífsins og í nóvember fékk Hughes nýjan mann med sér í sóknina og var thad Eric nokkur Cantona og thessi samvinna theirra ásamt mjög gódu lidi skiladi United fyrsta meistaratitlinum í 26 ár og their unnu hann med stæl, voru 10 stigum á undan Aston Villa. Tímabilid á eftir var United rádandi afl í enska boltanum og virtst eiga möguleika á ad vinna allt heima fyrir. Their unnu deildina sannfærandi og unnu Chelsea í bikarúrslitum 4-0 eftir ad Hughes hafdi bjargad theim í framlengingu á móti Oldham í undanúrslitum med thví ad skora jöfnunarmark á sídustu sekúndum leiksins og nád ad knýja fram aukaleik. United tapadi hins vegar fyrir Aston Villa í Rumbelows Cup 3-1 thar sem Hughes skoradi mark United.
Tímabilid 94/95 var sídasta tímabil Hughes hjá United. United nádi ekki ad vinna West Ham í sídasta leiknum á tímabilinu og missti thar med af meistaratitlinum, their töpudu sídan fyrir Everton í bikarúrslitum 6 dögum seinna og var thad sídasti leikur Hughes fyrir United. Sídasta mark hans fyrir United gerdi hann hins vegar nokkru ádur í 3-0 sigri á Arsenal. Ferguson seldi mjög marga menn úr lidi sínu thetta sumar og kynnti til sögunnar einhverja stráka næsta tímabil sem hafa verid uppistada United sídan thá.

Chelsea keypti Hughes á 1,5 milljón punda og lék fyrir thá 124 leiki og skoradi í theim 38 mörk ádur en hann fór til Southampton, Everton og Blackburn thar sem hann lauk ferli sínum eftir sídasta tímabil og ákvad ad einbeíta sér ad thví ad thjálfa Wales.

Hughes er thekktur fyrir ad gefast aldrei upp og fyrir ad skora mörk thega tharf ad skora thau, th.e.a.s. undir pressu. Hann var ótrúlegur í ad halda boltanum límdum vid sig og skýla honum ef hann thurfti ad bída eftir samherjum sínum. Ferguson sagdi eitt sinn um hann: “A warrior you could trust with your life”.

Fritz