Sir Alex Ferguson hefur lýst því yfir að efst á forgangslista sínum sé að finna sóknarmann til að kaupa þegar leikmannamarkaðurinn opnar í janúar. Man Utd hefur gengið hræðilega að skora mörk í vetur og aðeins skorað 13 mörk í 10 leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Eftir að Ferguson seldi Dwight Yorke og Andy Cole til Blackburn ætlaði hann að treysta á Diego Forlan sem hefur ekki staðið undir væntingum.
“Við þurfum bara að kaupa sóknarmann vegna úrvalsdeildarinnar þar sem við erum frekar tæpir á þeim slóðum. Þegar maður lítur á listann yfir bestu sóknarmennina þá sérðu að þeir hafa allir spilað í Evrópuboltanum.” segir Ferguson á heimasíðu Man Utd.

Ferguson hefur ekki enn gefið upp vonina um að kaupa
Paulo di Canio sem hefur enn ekki framlengt samning sinn við West Ham og þykir það benda til þess að hann gæti verið að bíða eftir að leikmannamarkaðurinn opnist.

Þá hefur Eiður Smári okkar Guðjohnsen ekki enn framlengt sinn samning við Chelsea en hann hefur að undanförnu æ oftar verið orðaður við Manchester klúbbinn stóra.