Ítalska knattspyrnusambandið dæmdi Chievo leikmannin Luciano Siqueira sem kallaði sig Eriberto í 7 mánaða leikbann og sekt upp á rúmar 10 milljónir króna eftir að hann viðurkenndi að hafa logið um nafn og aldur þegar hann kom til landsins.

Brasilíumaðurinn yngdi sig um ein fimm ár og mætti kátur með stolin persónuskilríki til Ítalíu fyrir rúmu ári og þurfti því enga leikheimild þar sem eigandi skilríkjanna átti ættmenni í Evrópu.

Siqueira, eða Eribeto, segist ánægður með að þessu máli sé loksins lokið og hann er ekkert á því að flýja land, heldur segist hann bíða spenntur eftir því að geta farið að spila að nýju með Chievo.