Vieira fékk 2 leikja bann! Fyrirliði Arsenal Patrick Vieira hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna mótmæla við brottrekstur sinn í leiknum gegn Chelsea. Hann fékk 2 leikja bann og 25.000 punda fjársekt.

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins fann Vieira sekan um að hafa móðgað Andy D´Urso dómara.

Vieira missir því að viðureign Arsenal gegn Tottenham þann
16 nóvember og útileikinum gegn Southampton einni viku síðar. Arsene Wenger stjóri Arsenal er að vanda vonsvikinn með niðurstöðuna og ætlar að áfrýja dómnum. Vieira hefur 8 sinnum verið rekinn af velli síðan hann kom til Arsenal og hefur hann þar á meðal látið hafa eftir sér að hann sé lagður í einelti af dómurum og enska knattspyrnusambandinu og íhugaði meðal annars á síðasta tímabili að hætta í ensku úrvalsdeildinni.