Góðan daginn,
Ég er mikill stuðningsmaður ítalska boltans og fannst mér það sárt að Sýn skyldi hætta með útsendingar á honum.

Maður var nú bara að velta því fyrir sér hvort þið gætuð ekki tekið þessar útendingar að ykkur þar sem að fótboltaáhugamenn eru enn í sárum eftir að þið sýnduð ekki frá HM og finnst sumum að við eigum eitthvað inni hjá ykkur.

Með von um gott svar

H.H.

Sæll.
Við munum ekki snúa okkur að ítalska boltanum. Við erum þegar með þýska boltann sem er miklu betra sjónvarpsefni margra hluta vegna.
VIð höfum undanfarin misseri reynt að styrkja þá umfjöllun og vonumst til að geta enn bætt um, m.a. með þýsku bikarkeppninni.
HM-málið var hluti af alþjóðlegri þróun. Sjónvarpið skuldar engum neitt þess vegna. Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA skuldar knattspyrnuáhugamönnum heimsins með minni fjárráð vegna samninga sinna við Kirch samsteypuna sem nú er farin á hausinn.
Hins vegar hefur Sjónvarpið gengið frá samningum um EM í Portúgal 2004, öllum heima og útilandsleikjum Íslands í forkeppninni og heimaleikjum bæði Þjóðverja og Skota. Hér hefur því mikið áunnist í knattspyrnumálum á undanförnum dögum, vikum og mánuðum.
Með kveðju;
Samúel Örn Erlingsson.


Þetta er náttúrlega grautfúlt. Svo að segja að þýski boltinn sé betra efni en sá ítalski!!!

Ítalski boltinn þarf að komast á skjáinn aftu