Ákvað að skrifa smá grein um þessa tvo leikmenn og ég ætla að komast að því hvor þeirra er betri.

Fyrir tveimur árum var Freddie Ljungberg miðlungsmaður í annars ágætu Arsenal liði. Hann var keyptur frá Halmstad á 3m (held ég).
En nú í dag er hann einn af bestu leikmönnum deildarinnar og því til sönnunar eru mörg af betri liðum í Evrópu búinn að vera á höttunum á eftir þessum snjalla Svía. Juventus hafa haft augastað á honum núna undanfarið, því Ítalir elska miðjumenn sem skora mikið af mörkum! Ljungberg getur bæði spilað kant og framarlega á miðjunni. Hann er eldsnöggur og þefar upp marktækifærin. Freddie hefur líka verið þekktur fyrir skrautlega hárgreiðslu. Hann varð fyrir alvarlegum meiðslum á HM í sumar og er bara nýbyrjaður að spila á ný. Að mínu mati var hann einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar í fyrra.
Paul Scholes er líka algjör snillingur. Hann hefur spilað allan sinn ferill hjá Man. Utd. og hefur vaxið gríðarlega undanfarinn ár. Hann skoraði þrennu með enska landsliðinu gegn Pólverjum fyrir u.þ.b. árum. Hann er þekktur fyrir að skila boltanum vel frá sér og er einn sá skotfastasti í boltanum í dag. Scholes var mikilvægur hlekkur í þrennunni frægu sem Man. Utd. vann tímabilið 1998/1999. Mörg af stærstu klúbbunum í Evrópu hafa verið á höttunum á eftir honum. Alex Ferguson, þjálfari Man. Utd., hefur oft sagt að Scholes sé einn af bestu miðjumönnum heims.

En nú spyr ég hvor er betri Scholes eða Ljungberg?