Wayne Rooney  - Svar Everton við Michael Owen! Þessi 16 ára drengur varð á laugardaginn (19.10.2002) yngsti leikmaðurinn að skora mark í ensku úrvalsdeildinni. Fyrir nokkrum mánuðum skoraði hann nokkur mörk í æfingaleikjum og fyrir nokkrum vikum var hann yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Everton er hann skoraði tvö mörk gegn Wrexham á útivelli.

Rooney hefur verið sagður vera ein allra bjartasta von Englendinga og margir hafa nú sagt að hann sé svar Everton við Michael Owen! Arsene Wenger, stjóri Arsenal hrósaði Rooney í hástert eftir leikinn:

,,Rooney er efnilegasti leikmaður sem ég hef séð síðan ég kom til Englands.“ sagði Wenger í gær og bætti við: ,,Við töpuðum á sérstöku marki frá mjög sérstökum hæfileikadreng. Ég hef séð svolítið af honum á síðustu mánuðum, bæði mörkin hans í sjónvarpi úr Wothington Cup leikjunum og þegar hann kom inná gegn Man Utd og stóð sig svo vel nú nýlega. En maður þarf ekki að vera neinn sérfræðingur til að sjá að hann er með mikla hæfileika, mjög mikla. ”

Markið sem Rooney (nr.18) skoraði var hreint útsagt stórkostlegt. Það voru aðeins nokkrar mínútur eftir þegar hann fékk boltann og negldi honum að markinu, sláin inn! Tær snilld og David Seaman, sem hefur fengið háðulega útreið hjá fjölmiðlum undanfarið, átti aldrei möguleika!

Þetta er greinilega drengur með ótrúlega hæfileika og þetta er tvímælalaust ein allra bjartasta von Englendinga síðan Owen, bara án allra meiðslanna.

Vona að þið hafið haft ánægju af þessum lestri.

Kveðja, Vassel.