Everton tók á móti Arsenal í dag á Goddison Park en Arsenal mátti þola sitt fyrsta tap í 31 leik.Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir Arsenal þegar varnarmönnum Everton gekk illa að að koma boltanum út úr teig en þá kom Frederik Ljungberg Arsenal yfir eftir einungis 7 mínutu leik en í miðjum hálfleiknum náði Tomas Radzinski að jafna leikinn.
Í seinni hálfleiknum fengu bæði lið þokkaleg færi til að skora sigurmarkið og meðal annar átti Wiltord skot í stöngina en það var ekki fyrr en á lokamínutu leiksins að hinn 16 ára gamli leikmaður Everton Wayne Rooney skorað eftir frábært skot rétt fyrir utan teig en boltinn fór í slánna og inn.
En það varð allt vitlaust á vellinum eftir markið.

En segið mér eitt fannst ykkur Seaman standa of framanlega?