Íslendingar sýndi og sönnuðu að þeir eru ekki af baki dottnir og sigruðu arfaslaka Litháa. Á sama tíma sigruðu Þjóðverjar frændu okkar í Færeyjum naumlega 2-1 eftir a' staðan hafi verið 1-1 í hálfleik.

Fyrri hálfleikur var mjög slakur og leiðinlegur á að horfa og fátt markverkt gerðist í fyrri hálfleik, liðin réðu illa við mjúkan og blautan völlin og tók tíma að aðlagast vellinum en leikmenn runnu oft á tíðum á blautu grasinu. Eiður Smári átti hinnsvegar ágætis skot sem Gintaras Stauce varði, svo fékk einn Litháinn rauða spjaldið fyrir ljótt brot. Haukur Ingi Guðnason átti ágætis spretti í fyrri hálfleik en sást varla í þeim seinni.
Íslendingar byrjuðu svo seinni hálfleikinn að krafti og náðu snemma að skora, eftir góða sendingu frá Bjarna Guðjónssyni se´m kom inná seint í fyrrihálfleik skoraði Heiðar Helguson fallegt mark. Eiður Smári bætti svo við tveimur fallegum mörkum. Helgi Sigurðsson átti svo ágætis innkomu og var nálælgt því að skora. Eiður klúðraði svo víti sem hann fékk sjálfur. Það má samt ekki gleyma góðum leik Hermanns Hreiðarsson sem lét glimrandi vel í vörninni en allar sóknir Litháa stoppuðu á honum að utan einni þar sem Árni Gautur varði glæsilega. Allt annað var að sjá til Íslenska liðsins í kvöld en gegn skotum. Vonandi er liðið komið á gott skrið og gangi vel það sem eftir er að þessari undnakeppni.