Madur vikunnar - 3.hluti Ég verd ad bidja dygga lesendur dálksins mín afsökunar á ad thad hafi ekki verid neinn madur vikunnar í sídustu viku en ástædan var sú ad ég var í Ungverjalandi og átti ekki audvelt med ad nota ungverskt lyklabord til ad skrifa heila grein á íslensku. Ég ætla ad reyna ad bæta ykkur thetta upp med thví ad skrifa um einn af mínum uppáhald knattspyrnumönnum.

Madurinn er Stuart Pearce sem einnig gengur undir nafninu Psycho. Hann lagdi skóna á hilluna eftir sídasta leik sídasta tímabils thegar hann sem fyrirlidi leiddi lid Manchester City til 1.deildar titilsins. Hann er ennthá á launaskrá hjá City sem thjálfari og er hann med eins árs samning vid lidid en hann er einnig um thessar mundir ad ljúka thjálfaranámskeidi UEFA og mun hann eflaust koma til med ad verda knattspyrnustjóri hjá einhverju lidi í úrvals- eda 1.deildinni á næstu 5 árum.

Hann fæddist árid 1962 og var hann einn af theim sídustu ef ekki sá sídasti úr theim árgangi til ad leggja skóna á hilluna í Englandi. Hann byrjadi ferilinn sinn med utandeildarlidinu Wealdstone en thá hafdi hann verid í prufu (on trial) hjá Hull City og Queens Park Rangers en hvorugt thessara lida hafdi áhuga á ad gera samning vid hann. Thegar hann var 21 árs var hann keyptur til Coventry á 40000 pund og var virkur partur í lidinu sem thá var í 1.deildinni (núverandi úrvalsdeild), Pearce spiladi 23 leiki á thessu fyrsta tímabili sem tiltölulega óslípadur demantur einungis 21 árs gamall. 1985 var hann keyptur til Nottingham Forest fyrir 240000 pund og ári sídar var hann ordinn fyrirlidi theirra. Thessi öflugi vinstri bakvördur keppti sídan sinn fyrsta landsleik á móti Brasilíu 1987 og næstu tveir leikir voru á móti Skotlandi og V-Thýskalandi, varla hægt ad fá erfidari landsleiki til ad keppa en Pearce stód sig med miklum sóma og vinstri bakvardarstadan í landslidinu átti eftir ad vera hans í mörg ár. Hann missti af Evrópukeppninni árid 1988 vegna meidsla. Hann var hinsvegar mættur til leiks á HM á Ítalíu árid 1990 en thar mættu Englendingar V-Thjódverjum í undanúrslitum. Leikurinn, sem fór fram í Tórínó, var jafn eftir framlengingu og thví thurfti ad grípa til vítaspyrnukeppni. Eins og allir bjuggust vid var Stuart Pearce á medal vítaskyttna enda tók hann alltaf vítin fyrir félagslidin sín og thad med gódum árangri. Hann tók fjórdu spyrnuna, hann skoradi ekki og V-Thjódverjar fóru í úrslitaleikinn sem their sídan unnu. Eftir leikinn sungu enskir studningsmenn “You let your country down” og beindu söng sínum ad Pearce.

En lífid hélt áfram fyrir Pearce og féll hann med Nottingham Forest árid 1993 sem var sídasta ár Brians Clouch sem stjóra Forest. Pearce hélt áfram med Forest thrátt fyrir ad geta yfirgefid thá til ad spila í betri deild. Forest fóru upp strax næsta ár og stódu sig mjög vel tímabilid 94/95 og tryggdu sér UEFA-Cup sæti. Í theirri keppni árid eftir komust their í 8-lida úrslit en töpudu thá fyrir Klinsmann og félögum í Bayern Munich.

Sumarid 1996 var komid ad EM sem var thá á Englandi og bundu heimamenn miklar vonir vid sína menn. Í 8-lida úrslitum mættu their Spánverjum og leikurinn fór í vítaspyrnukeppni. Stuart Pearce tekur thridju spyrnuna fyrir England og neglir boltanum í hornid og fögnudurinn hjá Stuart Pearce var grídarlegur, thetta voru 6 ár af tilfinningum sem brutust fram (sjá mynd). Terry Venables tháverandi thjálfari Englands sagdi ordrétt: “I had pencilled Stuart in, but I wondered whether I should put him in or not after what happened. It was stupid of me even to doubt it. He was straight up to me: ‘I’ll take No 3'.”
Í undanúrslitum mættu their Thjódverjum og aftur fór leikur í vítaspyrnukeppni, Pearce tók aftur thridju spyrnuna og aftur skoradi hann. Gareth Southgate skoradi ekki úr 6.spyrnunni og England var úr leik en fyrsti madurinn til ad hugga og fadma Southgate var enginn annar en Stuart Pearce.

Tímabilid 96/97 gekk allt á afturfótunum hjá Forest og var stjórinn rekinn í desember og Suart Pearce tók vid af honum sem spilandi stjóri. Fyrsti leikurinn var á móti Arsenal og hann var búinn ad velja lidid tveimur dögum fyrir leik og nú vitna ég í hann: “I made a positive change of tactics by picking three at the back and after trying at least twenty times I finally came up with a team that looked right. I showed it to my wife thinking how strong it looked and she stared at it for a long while before replying: ‘why have you dropped Mark Crossely?’ At that point I realised I had picked a team without a goalkeeper.” Dave Beasant var sídan rádinn sem Director of Football fyrir Forest og var thetta mjög óthægilegt fyrir leikmennina thar sem enginn virtist vita hver væri í rauninni thjálfarinn. Forest féll thetta ár og Stuart Pearce fékk frjálsa sölu til ad hann gæti fengid ad spreyta sig áfram á efstu deild og til ad halda möguleikanum á halda landslidssætinu áfram.

Hann gekk til lids vid Kenny Dalglish hjá Newcastle og spiladi thar 36 leiki á fyrsta tímabilinu. Eftir 2 leiki á 2.tímabili var Dalglish rekinn og Ruud Gullit rádinn í hans stad og fékk Pearce lítid ad spila undir nýja stjóranum og fékk hann frjálsa sölu frá félaginu sumarid 1999. Harry Redknapp krækti í hann til West Ham og byrjadi thad ekki vel thví hann fótbrotnadi tvisvar á 1.tímabilinu hjá theim og hefdu margir bara lagt skóna á hilluna thá, en ekki Stuart Pearce thví hann spiladi 42 leiki tímabilid 2000/2001 og var kjörinn leikmadur ársins hjá West Ham. Hrry Redknapp sagdi um hann: "Half of the kids who come into the game don't want to work too hard at it. But his example is there for all of them to see. He[Pearce] doesn't stand three yards off people and let them cross balls. He[Pearce] gets up tight, kicks them, tackles them, frightens them and plays with aggression. That's what you do if you want to be a left-back. He's worth his weight in gold to me.'

Hann fór sídan á frjálsri sölu til Manchester City thad sumar og vann thar med sinn annan titil á ferlinum, hinn hafdi verid 20 árum ádur med Wealdstone.

Hann var sæmdur MBE ordu árid 1999 fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar. Hann spiladi 78 landsleiki fyrir England og skoradi í theim 5 mörk. Hann er thekktur fyrir grídarlega baráttu, fyrir tæklingarnar sínar sem gáfu honum nafnid Psycho og fyrir frábærar aukaspyrnur sem áttu sinn thátt í thví ad hann skoradi 99 mörk á ferlinum.

Fritz

P.S. ég hefdi ekki viljad mæta Nottingham Forest thegar hann og Roy Keane voru í sama lidi.