Atli Eðvaldsson er búinn að tilkynna liðið sem spilar á eftir.

Hann færir Ívar í miðvörðinn í stað Lárusar Orra (sem var víst í ruglinu á laugardagskvöld) en annars er aftasta lína eins:
Bjarni-Ívar-Hemmi-Arnar Þór

Á miðjunni eru tveir nýir frá leiknum við Skota; Jóhannes Karl og Haukur Ingi. Rúnar og Brynjar eru á sínum stað.
Haukur Ingi-Jóhannes Karl-Brynjar-Rúnar

Frammi er svo loksins í byrjunarliðinu Heiðar Helguson (þessi sem barðist í leiknum við Skota) og Eiður Smári er auðvitað með honum.
Heiðar-Eiður

Ég verð að segja eins og er að ég er bjartsýnn á að þetta lið standi sig vel gegn Litháen. Alla vega hefði ég valið svipað byrjunarlið úr hópnum sem Atli er búinn að velja (samt frekar Bjarna á hægri í staðinn fyrir Hauk Inga).

Mér finnst valið á hópnum hins vegar á margan hátt fáránlegt, þarna vantar menn eins og Tryggva Guðmunds, Þórð Guðjóns og fleiri. Það vantar líka almennilegan leiðtoga; Guðna Bergs eða Eyjólf Sverris.

En maður á náttúrulega ekki að vera endalaust að bögga landsliðsþjálfarann, hver veit nema honum takist að rífa liðið upp? Mín skoðun er samt að hann valdi ekki starfinu og Bjarni Jóhannsson eða einhver annar ætti að taka við.

jæja, rúmur klukkutími í leik krakkar, ÁFRAM ÍSLAND!!!