Stoke missa manager Cotterill er farinn frá stoke, eftir aðeins 5 mánuði sem manager. Honum var boðin staða sem aðstoðar þjálfari hjá Sunderland og hann hefur verið svo andskoti ánægður að losna frá Stoke að hann hætti nánast samdægurs. Stoke menn eru nú ekki alveg vissir í hvorn fótin þeir eiga að stíga þar sem þetta kom þeim mjög á óvart (þar sem hann hafði skrifað undir 3 ára samning). Kannski að þeir hringi í hann Guðjón Þ. og reyni að fá hann aftur (ekki líklegt), eitthvað hef ég lesið um að þeir séu að reyna að fá hann Lou Maccari.
Vonandi finna þeir ekki neinn, þar sem að mér fannst þeir ekki standa við sitt þegar þeir létu hann Guðjón fara og mér finnst þeir eiga ekkert annað skilið en að falla aftur í 2.deild en það er nú bara mitt álit á þessu.