Brasilíski leikmaðurinn Leonardo, sem meðal annars vann Scudettoinn með AC Milan 1999, hefur snúið aftur til liðsins! Hann skrifaði í morgun undir nýjan samning við liðið og mun seinna í dag koma fram á blaðamannafundi ásamt forseta félagsins, Adriano Galliani. (acmilan.com)

Hann hefur sl. tvö ár leikið með Flamengo í heimalandinu og var búinn að gefa það út að Evrópuboltinn væri kafli í lífi sínu sem nú væri lokið. Greinilega ákvað hann að skrifa þarna óvænta framhaldssögu. Verður áHugavert (no pun intended:) að sjá framvinduna, hvort hann fær að spila eitthvað eða chillar bara með félögum sínum á bekknum. Alltaf gott að hafa nægan mannskap, en Milan ætla greinilega að eiga nóg til af öllu! Leonardo er auðvitað snillingur og gríðarlega vinsæll meðal áhangenda liðsins svo líkast til gengur þetta allt saman upp.

Forza Milan!