Í mínu liði sem ég æfi með hafa framherjarnir einhæfa hæfileika. Þeir hlaupa hratt. Svona framherjar eiga að vera á kantinum þar sem einhæfu hæfileikar þeirra nýtast. Í gær spiluðum við KR og gerðum jafntefli og þessir einhæfu hæfileikar þeirra sköpuðu okkur mörg dauðafæri sem ekki nýtast. Henda svona mönnum á kantinn. Frekar á að hafa framherja sem eru seinir en þurfa bara eitt færi til að skora. Hvernig væri ef Ryan Giggs væri frammi eða Steve McManaman. þannig menn eru bestir á kantinum. Það er í lagi að hafa fljóta menn frammi ef þeir skora. Einn félagi minn er framherji. Stór, sterkur, snöggur og nýtir færin er hægt að hugsa sér betri framherja.