Gaupi heldur bullinu áfram! Um daginn skrifaði ég grein þar sem ég gagnrýndi Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann Íslenska útvarpsfélagsins harðlega. Hér er greinin:
http://www.hugi.is/simadeildin/greinar.php?gr ein_id=53190
Þar sagði ég það álit mitt að ég tel Gaupa ekki starfi sínu vaxinn. Hann hleypir algjöru bulli og kjaftæði í loftið áður en að kanna það fyrst hvort það eigi við rök að styðjast. Hann færði okkur þær fréttir að KA menn hefðu gert átta breytingar á byrjunarliði sínu og hefðu viljandi tapað fyrir Fram í lokaumferðinni. Það rétta er að KA gerði aðeins eina breytingu á liðinu og var sú breyting vegna leikbanns Dean Martin. Gaupi baðst ekki afsökunar á þessu kjaftæði. Nú aðeins nokkrum dögum síðar hefur Gaupi ekki lært af mistökunum. Hann sagði frá því í gær að Kristinn Rúnar þjálfari Fram myndi ekki stýra liðinu áfram. Enn og aftur talar þessi maður tóma steypu.

_______________________________
TILKYNNING FRÁ STJÓRN FRAM:
Síðustu daga hafa spunnist sögusagnir um að til stæði að víkja Kristni R. Jónssyni frá störfum. Þessar sögusagnir eru fyrst og fremst komnar til vegna umfjöllunar Guðjóns Guðmundssonar íþróttafréttamanns hjá Íslenska Útvarpsfélaginu á umræddum málefnum.

Stjórn Fram Fótboltafélags Reykjavíkur vill taka það fram að það hefur aldrei komið til tals að rifta umræddum samningi og stendur hann því af hennar hálfu.

Stjórnin vonar að þessi slælegu vinnubrögð hafi ekki skaðað Fram.
__________________________________

Slæleg vinnubrögð segja Framarar og það er mikið til í því. Ég hef sagt þetta og segji enn og aftur: Gaupi getur einhverra hluta vegna ekki sýnt fagleg vinnubrögð og verið óhlutdrægur. Við fengum ekki að sjá afsökunarbeiðni frá honum síðast og ekki býst ég við að fá að sjá hana núna. ÍÚ ætti ekki að lýða svona starfshætti innan fyrirtækisins. Það verður spennandi að sjá hvaða frétt Gaupi færir okkur í kvöld! Kannski er Zidane á leiðinni til Aftureldingar?