Í sárabætur fyrir Leedsara út af úrslitum vikunnar thá hef ég ákvedid ad hafa mann vikunnar úr rödum Leeds.

Lucas Radebe heitir hann og hefur verid fyrirlidi Leeds og S-Afríska landslidsins. Hann er af mörgum talinn vera einn af bestu midvördum í enska boltanum og styrkleiki hans felst einna helst í thví hvad hann les leikinn vel, einnig er eftirtektarvert hvad hann bjargar oft á sídustu stundu med vel tímasettum tæklingum, hann er líka grídarlega serkur í thví ad dekka menn eins og líklega flestir sóknarmenn ensku deildarinnar geta vottad um.

Radebe byrjadi ferilinn sinn med s-afríska lidinu ICL Birds og var hann markmadur thar til ad byrja med en gerdist fljótlega útileikmadur. Thad vissi í sjálfu sér enginn um thennan strák fyrr en Ace Ntsoelengoe sem var einn af frægustu kanattspyrnumönnum Kaizer Chiefs á árum ádur var sendur á leik med theim til ad fylgjast med einhverjum leikmanni sem enginn veit hvad lengur hvad heitir. Ace kom til baka med thau skilabod ad thad væri bara einn madur hjá ICL birds og thad væri Lucas Radebe. Thetta var árid 1990.
Radebe spiladi med Kaizer Chiefs fram til ársins 1994 og á theim tíma nádi hann ad spila sinn fyrsta landsleik af mörgum, en sá var thann 16.desember 1993 á móti Mexíkó. Ekki er ólíklegt ad frammistada hans med landslidinu hafi vakid athygli tháverandi knattspyrnustjóra Leeds, Howard Wilkinson, sem keypti hann 5.september 1994 fyrir einungis 250.000 pund og verdur thetta ad teljast ein bestu kaupin á thessum áratug ad mínu mati. Thee má til gamans geta ad their voru keyptir í pakka, Radebe og Philomen Masinga sem naut ekki sömu velgengni og landi hans.

Fyrstu tvö árin hans Radebe hjá Leeds voru erfid fyrir hann og thurfti hann ad glíma vid töluverd meidsli, Wilkinson notadi hann í midju varnarinnar, á midjunni og í vinstri bakverdi og nádi Radebe ekki alveg til ad festast sem mikilvægur hlekkur í thessu lidi. Radebe leiddi sídan lid S-Afríku til Afríkumeistaratitils árid 1996 og eftir thad má segja ad hann hafi unnid hug og hjörtu Leedsaddáenda. George Graham gerdi Radebe ad fyrirlida Leeds fyrir tímabilid 98/99 og sýnir thad ad honum er treystandi bædi af lidsfélögum sem thjálfurum. Thegar David O´Leary tók vid stjórn Leeds thá sagdi hann ad fyrsta verkefnid sitt væri ad fá Radebe til ad skrifa undir nýjan samning. Má kannski segja ad stærstu addáendur Radebes hafi alltaf verid thjálfarar hans og er thad merki um ad hann sé vinnusamur á æfingum sem og leikjum. Sumir Leedsaddáenda hafa meira segja tekid svo djúpt í árinni ad hann sé besti varnarmadur sem klædst hefur Leedstreyju sídan á Revie-tímabilinu og thad sé kannski bara Rio Ferdinand sem eigi möguleika í Radebe sem besti varnarmadur Leeds hin sídari ár.
Radebe hefur verid óheppinn med meidsli og má sem dæmi nefna ad hann meiddist á hné í leik á móti Sunderland í enda mars árid 2001 og thad áttu eftir ad lída 14 mánudir thar til hann spiladi aftur fótbolta fyrir alvöru.

Radebe er thjódhetja í S-Afríku, hann er landsleikjahæsti leikmadur theirra frá upphafi med 69 landleiki og hann leiddi S-Afríku á sitt fyrsta HM árid 1998 og their endurtóku leikinn med thví ad komast á HM árid 2002 en voru thá óheppnir ad detta út.

Lucas Radebe hlaut háttvísisverdlaun FIFA árid 2000 og ég held ad ég endi thessa grein á ad vitna í fréttatilkynninguna frá FIFA ordrétt: “Lucas Radebe is not only a fantastic and fair player on the field, but also a great personality off the pitch with a big heart for the children in the world. He is a real ambassador of Fair Play for our youth and all footballers.”

Fritz