Real Madrid og Leeds mættust í gær í Meistaradeildinni. Leikurinn fór fram á heimavelli Leeds. Þetta var rosalegur leikur og einkenndist að mestu leiti af sókn hjá Madrid og vörn hjá Leeds. Það var sýnt eftir miðjan fyrri hálfleik að Leeds voru 24% með boltann. Það voru færri meiddir hjá Leeds en ég bjóst við, mér sýndist bara vanta Kewell og markvörðinn þeirra. Það var ótrúlegt að ekki kæmi mark í fyrri hálfleik því Real voru í stanslausri sókn. Raul fékk mýmörg færi en náði ekki að nýta þau, Guti var góður en það vantaði að hann kláraði sóknirnar með skotum á markið, hann gaf alltaf boltann, meira að segja í færum sem voru tilvalin fyrir hann að láta vaða. Leeds komust ekki mikið fram fyrir miðju í leiknum en áttu þó ágætis færi og í eitt skiptið varði Cassilas glæsilega þar sem Leeds hefðu eiginlega átt að skora. Það var svo Fernando Hierro sem skoraði fyrra mark Real eftir sendingu frá Figo. Flott spil upp vinstri kantinn tveimur mínútum seinna varð til þess að þeir skoruðu annað mark. Mcmanaman gaf flotta sendingu á Guti sem gaf boltann viðstöðulaust á Raul sem skaut viðstöðulaust og það var mark. Eftir þetta virtist allt loft úr Leeds og þetta var lokastaðan á leiknum. Leeds voru heppnir (eða vörðust svona vel) að fá ekki á sig fleiri mörk. Það voru menn eins og McManaman, Makelele og Helguera sem áttu miðjuna á vellinum. Carlos var að vanda út um allt, maðurinn er snillingur, þvílíkir taktar og öryggi með boltann. Iván Campo og Hierro héldu teignum hreinum. Hjá Leed voru Alan Smith og Woodgate mest áberandi. Allavega þetta var flottur leikur, of mörg spjöld samt hjá Real, en geggjaður leikur.