Vonbrigði mánaðarins - Manchester City. Ég hef ákveðið að skrifa um það lið sem hafa sem hefur valdið mestum vonbrigðum í hverjum mánuði. Þetta á að verða fastur liður.

Að þessu sinni er liðið sem hefur valdið mestum vonbrigðum Man. City. Kevin Keegan stefndi að því að koma City í evrópukeppnina. Ekki er hægt að segja að hann hafi byrjað vel. 3-0 tap á móti Leeds á Elland Road var ekkert frábært. Næsti leikur var gegn Newcastle á heimavelli og í þeim leik voru City miklu betri og unnu verðskuldaðan 1-0 sigur með marki frá Darren Huckerby. Síðan áttu þeir erfiiðan útileik gegn Aston Villa sem höfðu ekki byrjað vel. Villa unnu þar 1-0 sigur. City voru með 3stig eftir 3 leiki sem var kannski ekki mjög slæmt en alls ekki gott fyrir Keegan og lærisveina hans. Man. City. mættu síðan Everton á Maine Road og þar unnu þeir góðan 3-1 sigur þar sem Anelka fór á kostum. Hann skoraði 2 og Radzinski skoraði sjálfsmark eftir skot frá Anelka. Anelka var aftur á skotskónum þegar City fóru á Highbury og töpuðu 2-1 fyrir Arsenal. Þeir fengu síðan Blakburn í heimsókn á Maine Road. Þeir lentu 2-0 undir en á 80 mínútu minkaði Nicolas Anelka muninn. Shaun Goater náði síðan að tryggja City stigið í uppbótartíma! City fóru síðan til Lundúna að spila við Vestur Skinkuna (West Ham) sem var á botni deildarinnar. Sá leikur var hundleiðinlegur og lauk með 0-0 jafntefli. Svo í gær(28.09.02) töpuðu þeir 3-0 á heimavelli á móti L-Pool. Eftir 8 leiki voru þeir með 8stig í 15.sæti, ekki beint það sem Keegan ætlaði sér.