Michael Owen Jæja loksins, loksins , loksins er minn maður Michael Owen búinn að skora fyrir Liverpool þetta tímabil en það gerði hann með því að setja þrennu í leiknum í dag á móti Manchester City.
Já það hlaut að koma að því að þessi gulldrengur enska þjóðarinnar en hann hefur haft frekar erfitt að finna markið það sem af er að þessu tímabili.

Fyrsta markið kom upp úr hornspyrnu á 4 mín , eftir mikinn vandræðagang í vörn City manna og endar það með að Owen hamrar honum uppí þaknetið , óverjandi fyrir Peter Schmeichel markvörð Man city.

Í seinni hálfleik gerðist fátt annað markvert annað en það að Owen skoraði annað mark sitt á 64 mínútu þegar hann renndi boltanum framhjá Schmeichel í opið markið eftir frábæra sendingu Steven Gerrard. Svo fullkomnaði hann þrennuna á 87 mínútu með góðu skoti í stöng og inn, þegar hann hafði fíflað einn varnarmanna City.

Já á tímabili var ég að verða hræddur um að Milan Baros væri bara að fara að taka pláss Owen í liði Liverpool en eins og stuðningsmönnum Liverpool kannast kannski við (eða bara stuðningsmenn enska boltans) þá er þessi 22 ára tékki búinn að spila mjög vel það sem af er af leikjum Liverpool og kominn með 4 mörk í 5 leikjum.


<a href="http://www.liverpool.is/"> Heimildir </a