Upphitun fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn Fram mætir Fylki í bikarúrslitaleik KSÍ á laugardaginn. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og kostar 500 krónur inn fyrir 12-16 ára en 1500 fyrir eldri. Örlítið ódýrara ef miði er keyptur í forsölu. Hér kemur smá upphitun fyrir leikinn:

FRAM
Kristinn Rúnar þjáfari Fram segir að góð stemmning sé í leikmannahópnum og menn bíða spenntir eftir laugardeginum. Allur leikmannahópurinn er laus við meiðsli, með tveimur undantekningum þó. Eggert Stefánsson og Daði Guðmundsson eiga við smávægileg meiðsli að stríða en munu væntanlega harka það af sér. Liðið gistir á Hötel Örk fyrir leikinn. Mjög mikilvægt er fyrir Fram að ná sigri því þá vinna þeir ekki aðeins sinn fyrsta stóra titil síðan 1990 heldur fá þeir einnig Evrópusæti á næsta ári.

Fram hefur orðið bikarmeistari KSÍ alls sjö sinnum en fyrst varð félagið bikarmeistari árið 1970. FRAM lék þá við Eyjamenn á Melavellinum og sigraði 2-1 og var það hinn mikli markaskorari Kristinn Jörundsson sem skoraði bæði mörkin. Eftir það hafa Framarar unnið bikarinn sex sinnum, síðast árið 1989 þegar Fram sigraði KR 3-1 á Laugardalsvellinum. Það verður spennandi að sjá hvort að þeir bláu endurtaki nú leikinn en þeir löggðu m.a. Íslandsmeistara KR að velli á leið sinni.

FYLKIR
Fylkismenn löggðu m.a. FH, ÍA og KA á leið sinni í bikarúrslitaleikinn. Þegar litið er á fyrri viðureignir liðanna í bikarnum þá hafa Framarar yfirhöndina. Ekki er það undarlegt þar sem ekki er langt síðan að Fylkir gat talist meðal stærstu liða Íslands á meðan Fram er gamalt stórveldi.

Fylkismenn glopruðu Íslandsmeistaratitlinum á klaufalegan hátt til KR-inga og verða að vinna sigur á laugardag til að bjarga árinu. Á bak við liðið stendur stór og sterkur stuðningsmannahópur sem á skilið að fá að sjá liðið sitt lyfta einum stórum bikar á þessari leiktíð. Liðið er feikilega sterkt og sýnir oft knattspyrnu eins og hún gerist best hér á landi. Með leikmenn á borð við Sævar Þór Gíslason sem var valinn leikmaður ársins af notendum Huga eru Fylkismenn án efa sigurstranglegra liðið á laugardag.

UPPHITANIR STUÐNINGSMANNA
Framarar ætla að hittast í íþróttahúsi Fram fyrir leikinn og hefst dagskrá þar kl.10:00. Þar má fá bláa andlitsmálningu í andlit sitt, þiggja léttar veitingar, leika sér í leiktækjum, hlusta á Fram-lögin, kaupa Fram-varning og hlýða á hljómsveit svo fátt eitt sé nefnt. Farin verður skrúðganga niður í Laugardal kl.12:45. Seinna um kvöldið verður svo lokahóf Fram þar sem allir eru velkomnir.

Fylkismenn hita upp fyrir leikinn á laugardag á Blásteini og í Árseli. Skemmtun þeirra hefst kl. 10:00 líkt og hjá Fram. Í Árseli verður margt til gamans gert fyrir yngri kynslóðina meðan boðið verður uppá súpu og brauð á Blásteini. Upphitun lýkur um kl. 13:00 en þá mun SBA norðurleið ferja mannskapinn niður í Laugardal.

Viðureignir þessara liða eru yfirleitt troðfullir af mörkum eins og úrslit síðustu leikja sína: 4-2, 3-0, 3-3 og 3-2 eru lokatölur síðustu viðureigna Fylkis og Fram. Það má því búast við hörkuskemmtun á laugardaginn í Laugardal.