Er þetta ekki tímabært? Sven Göran er nú byrjaður að reyna fá þessu framgengt og alls ekki heimskuleg hugmynd.Þetta er reyndar ekki nýtt af nálinn og margir rifist um þetta hvor ræður og svo framvegis. En það er bara að nota handboltan þeir eru 2 og ráð sitthvorum helmingnum það yrði til þess að þeir eru með sjónarhorn bæði að framan og aftan leikmenn og línuverðir gætu farið að einbeita sér af rangstæðuninn.Ókostina sé ég reyndar ekki en það virðast margir gera.Dómara sitja undir mikili pressu þó svo að það virðist lítið vera tekið á lélegri dómgæslu svo ég held að þeir mundu bara taka þessu fagnandi.

Önnur spurning á ekki að fara nota upptökur á móti mönnum sem reyna að fiska spöld og svoleiðis þetta er annsi leiðilegt að sjá og hrein aumingjaskapur af hálfu þeirra leikmanna sem gera þetta.Þeir ættu að reyna að nota hæfileika sýna sem íþróttarmenn ekki leikarar.

Og það þriðja en ekki minnra mikilvægt er að leikmenn sem brjóta af sér hvað eftir annað en fá aldrei spjöld því brotinn er ekki það gróf. Er ekki hægt að gera punktakerfi á þetta eftir ákveðin fjölda brota er það gult?

Bara nokkrar pælingar og væri gaman að heyra hvað fólki finnst.