Misskilningur hjá Man Utd Ég rakst á frétt í mogganum í morgun þegar ég var að fara í skólan og ég sprakk af hlátri.

Svo virðist sem að á blaðamannafundi fyrir leik Manchester United og Ísraelska liðið Maccabi Haifa sagði Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man Utd að hann hafði verið að horfa á upptökur af mótherjunum og sagði að það mætti alls ekki vanmeta þetta lið því að á síðasta tímabili hafði þetta lið unnið Lokomotiv Moskvu,
Parma og AC Milan. Þá sagði fréttamaður Ísrealska sjónvarpsins að hann Ferguson væri ekki að ræða um sama liðið. \“Hafa orðið einhverjar mannabreytingar hjá liðinu\” spurði Ferguson.
\“Nei, þú ert ekki að tala um sama liðið - þú ert að ræða um Hapoel Tel Aviv.\” svaraði fréttamaðurinn. Þess má geta að liðið vann Chelsea, Parma og AC Milan í UEFA-keppninni í fyrra.

Ferguson varð rauður og skömmustulegur í framan þegar honum var bent á þetta.
Já það er skrýtið að menn Utd rugluðust alveg á liðum þegar þeir eru að horfa á upptökurnar.