Ítalski boltinn hófst aftur á laugardaginn og það með nokkurri töf. Það voru háðir fjórir leikir síðasta laugardag. Inter-menn (mitt lið) byrjaði hreint ágætlega og unnu þeir Torino 1-0 með marki frá honum eitilharða, Christian Vieri. Hinir þrír leikirnir voru eftirfarandi; Bologna-Roma 2-1 (frábær úrslit), Modena-AC Milan 0-3 og loks Como-Empoli 0-2.

Það voru síðan háðir fimm leikir í gær (sunnudag) og eru þeir eftirfarandi; Juventus-Atalanta 3-0, Lazio-Chievo 2-3, Udinese-Parma 1-1, Brescia-Piacenza 1-2 og Perugia-Reggina 2-0. Þessi úrslit eru nú öll eftir bókinni, nema þó leikur Bologna og Roma, en eins og mér sé ekki alveg sama. Það eru bara frábær úrslit fyrir Inter.

Mín spá fyrir komandi leiktíð, fimm efstu:

1. Inter Milan
2. Juventus
3. AC Milan
4. Parma
5. Roma

Hvað með ykkur?

Veit enginn hvort að Sýn ætli að “sýn”a einhverja leiki frá ítölsku knattspyrnunni eða ætla þeir bara að sýna enska og spænska?

Takk fyrir mig,

goldy