Barthez tekinn á teppið - hjá löggunni Barthez, kallinn, þarf nú eitthvað að svara til saka fyrir ljótan leik þegar Kewell skoraði hjá honum í dag. Hann varð fúll og sparkaði vatnsflöskunni sinni beint í áhorfanda sem fílaði ekki sendinguna. Þetta var kært til löggunar sem rannsakar málið – það voru nú ekki fáar löggur á leiknum þar sem þessi lið eru ekki mjög vinveitt hvoru öðru - , enda ellefu manns settir inn eftir slagsmál og tvær löggur á sjúkrahús eftir leik. Svo leigðu Man kallar sex stykki fyrrverandi SAS löggur, svona víkingasveitagæja, til að vernda Ferdinand!
Hann er nú hálfgerður vandræðagemsi, strákurinn, ég meina Barthez!

Annars er einhver gaur að nafni Anthony Le Tallec, striker hjá Le Havre í Frakklandi að tjá sig við blaðið "L´Equipe og þeir snöruðu yfir á Teamtalk um að hann hlakki ógurlega til að spila með Liverpool næstu leiktíð. Hann mun þá ásamt félaga sínum í Le Havre, Sinama Pongolle ganga til liðs við Púllarana. Þessi lið áttust við á undirbúningstímabilinu og Houllier verslaði bara tvo úr liðinu – en þeir koma ekki strax. Held að Houllier sé að safna strikerum en það er sosum gott að eiga þá á lager.

Gamla markamaskínan Dean Sounders, sem spilað hefur með ótal liðum og er nú framherjaþjálfari hjá Blackburn er væntanlega að fara að þjálfa landslið Wales – sem aðstoðarmaður Mark Hughes. Sounders sem gekk til liðs við Blackburn frá Bristol Rovers fyrir ári sem striker var þá strax settur í þjálfaradjobb og Greame Souness segir hann frábæran í djobbið.

Svo er ég auðvitað bara sáttur við að Eiður skuli skora tvö í dag. Hann var nú ekkert sérlega góður í leiknum strákurinn, en skorar og það telur. Furðulegt með Newcastle, eins og þeim gekk vel í fyrra. Tapa 2-0 fyrir Leeds og 3-0 fyrir Chelsea þó þeir sæki mestallan leik. Þessir andskotar skoruðu yfirleitt tvö-þrjú mörk á síðasta korterinu í fyrra en skora varla nú (nema tvö á síðustu mínútunum á móti Liverpool) og eru komnir með heil fjögur stig í nítjánda sæti. Gæti verið betra – ha.