Liverpool Ég vil biðjast afsökunar til allra Liverpool aðdáanda sem urðu reiðir út af greininni minni sem fjallaði um að Liverpool spiliðu leiðinlegan fótbolta. Þegar ég skrifaði hana þá var tímabilið rétt byrjað og aðeins einn leikur spilaður eða tapleikurinn á móti Arsenal.

En ég vill bæta það upp með því að hrósa þeim innilega eftir frammistöðu þeirra í leikjum sem af er á þessari leiktíð.
Þeir eru búnir að leika mjög skemmtilegan bolta og skora fullt af mörkum það sem af er á tímabilinu. Samt eru þeir búnir að vera rosalega óheppnir í mörgum leikjum þar sem þeir hafa tapað niður forskoti í 2-2 oft á tíðum.

En mér finnst frammistaða Danny Murphy vera alveg rosaleg þar sem hann er búinn að spila rosalega vel , eða með 3 mörk í þremur deildarleikjum.

En ég er nokkuð bjartsýnn á titli þetta tímabil , jafnvel meistaradeildina eða ensku deildina ef að Arsenal klikkar í nokkrum leikjum og þar sem Man utd eru ekkert að standa sig sem best.